Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.05.2025 - 22.05.2025

Ársþing HSV 2025

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
27.05.2025 - 27.05.2025

Ársþing ÍBH 2025

Ársþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar(ÍBH)...
20

Er hjólið ekki örugglega í standi?

30.04.2021

Nú eru einungis fimm dagar til stefnu þar til Hjólað í vinnuna rúllar af stað og skráningin er í fullum gangi. Vonandi eru allir búnir að yfirfara hjólið og allan hjólabúnað þannig að allt sé í toppstandi þegar keppnin hefst. Minnt er á að allur virkur ferðamáti telur, þ.e. hægt er að velja á milli þess að hjóla, ganga, hlaupa, fara á línuskautum eða hjólabretti. Hins vegar telur það ekki í keppnina að notast við rafhlaupahjól þar sem ekki er verið að nota eigin orku til að koma sér áfram.

Ýmsir hvatningarleikir verða á meðan á keppninni stendur og góðir vinningar í boði. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu og Fésbókarsíðu verkefnisins.