Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Þingdagur í dag!

07.05.2021

Í dag, 7. maí, fer 75. Íþróttaþing ÍSÍ fram í formi fjarþings, í fyrsta skipti í sögu sambandsins. Þingið verður sett kl. 16:00.
Sambandsaðilar ÍSÍ, þ.e. sérsambönd og íþróttahéruð, eiga samtals rétt á 222 atkvæðisbærum fulltrúum á þinginu og til viðbótar á Íþróttamannanefnd ÍSÍ tvo atkvæðisbæra fulltrúa. Einnig mega þau íþróttahéruð sem eiga einungis rétt á einum þingfulltrúa tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til að sitja þingið. Áheyrnarfulltrúar eru aðeins með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 
Á þinginu verður kosið um forseta ÍSÍ og sjö meðstjórnendur til næstu fjögurra ára.

Lárus L. Blöndal er einn í framboði til forsetaembættisins.
Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar ÍSÍ eru eftirfarandi, í stafrófsröð:

Arnar Guðjónsson
Garðar Svansson
Guðmunda Ólafsdóttir
Haukur Þór Haraldsson
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Hörður Oddfríðarson
Hörður Þorsteinsson
Úlfur H. Hróbjartsson
Valdimar Leó Friðriksson
Viðar Garðarsson
Þórey Edda Elísdóttir

Ársskýrslu ÍSÍ má lesa hér.