Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Jákvæðni og bjartsýni á ársþingi UÍF

04.06.2021

 

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar hélt ársþing sitt að Hóli í Siglufirði 3. júní síðastliðinn.  Ársþingið gekk afar vel fyrir sig og mátti greina jákvæðni og bjartsýni um komandi tíma hjá þingfulltrúum.  Jónína Björnsdóttir formaður flutti skýrslu stjórnar og Eva Björk Ómarsdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga sem voru samþykktir samhljóða.  Lagðar voru til breytingar á reglugerð um ráðstöfun fjármagns sem kemur til UÍF frá sveitarfélaginu og voru þær samþykktar. 

Nýja stjórn UÍF skipa þau Jónína Björnsdóttir formaður, Eva Björk Ómarsdóttir, Anna Þórisdóttir, Óskar Þórðarson og Arnheiður Jónsdóttir.  Í varastjórn eru Þórarinn Hannesson og Jón Garðar Steingrímsson.  Þingforseti var Óskar Þórðarson og stýrði hann þinginu af fagmennsku.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.   Á myndinni er formaður UÍF, Jónína Björnsdóttir.