Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Kvennahlaupið verður 18. september

09.06.2021

ÍSÍ vekur athygli á því Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ hefur verið fært yfir í septembermánuð, nánar tiltekið til laugardagsins 18. september 2021. Hlaupið verður nú haldið í tengslum við Íþróttaviku Evrópu sem haldin verður í fimmta sinn á Íslandi í ár. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu og allt frá fyrsta Kvennahlaupinu, sem fram fór árið 1990 í Garðabæ, hafa þúsundir kvenna um land allt notið þess að hreyfa sig saman í hlaupinu og þannig sameinað tvo mikilvæga þætti, þ.e. hreyfingu og samveru.

Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2021 eru líkt og áður „Hlaupum saman!“. Nánari upplýsingar um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2021, m.a. um alla hlaupastaði og tímasetningar, verður hægt að nálgast á www.kvennahlaup.is þegar nær dregur. Hlaupum saman laugardaginn 18. september!