Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Jóhann Björn kjörinn formaður HSS

21.06.2021Ársþing Héraðssambands Strandamanna (HSS) fór fram í skíðaskálanum í Selárdal 15. júní síðastliðinn. Mikil forföll voru á þinginu, af ýmsum orsökum, en engin stór mál lágu fyrir þinginu og gengu þingstörfin vel. Hrafnhildur Skúladóttir gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið og var Jóhann Björn Arngrímsson varaformaður kjörinn formaður sambandsins. Jóhann Björn er starfi HSS að góðu kunnur en hann hefur áður gegnt embætti formanns HSS ásamt því að gegna ýmsum öðrum embættum í stjórn sambandsins um langt árabil. Við embætti varaformanns tók Óskar Torfason en hann hafði áður verið meðstjórnandi. Harpa Óskarsdóttir framkvæmdastjóri HSS stýrði þinginu í fjarveru formanns og varaformanns. Harpa hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri lausu og er leit að nýjum framkvæmdastjóra sambandsins hafin.