Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Afreksíþróttafólk með stöðu flóttafólks keppir undir merkjum IOC

22.06.2021

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) stendur að heimsliði afreksíþróttafólks, IOC Refugee Olympic Team (EOR), sem mun keppa undir fána IOC á Ólympíuleikunum í Tókýó í júlí næstkomandi.

29 einstaklingar úr 12 íþróttagreinum mynda heimsliðið. Þeir voru valdir úr hópi þess afreksíþróttafólks sem telst til flóttamanna og Ólympíusamhjálpin hefur styrkt fjárhagslega til íþróttaiðkunar. Með þessu verkefni kemur IOC á framfæri skýrum skilaboðum um samstöðu og samhug heimsbyggðarinnar gagnvart flóttafólki og vekur athygli á erfiðum aðstæðum 80 milljón einstaklinga sem teljast til flóttafólks á heimsvísu. IOC vill með þessu skapa tækifæri fyrir fólk í þessum aðstæðum til að iðka og keppa í íþróttum á afreksstigi þrátt fyrir stöðu þess sem flóttafólk.

Hér má skoða listann yfir afreksíþróttafólkið sem myndar heimsliðið og æviágrip þeirra má lesa hér.