Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Einn mánuður í setningu ÓL í Tókýó - Útgáfa smáforrits

23.06.2021

Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir föstudaginn 23. júlí nk. og í dag er því einn mánuður í að leikanir hefjist formlega með setningarhátíð á Ólympíuleikvanginum.

Í Tókýó er allt tilbúið fyrir leikana. Keppnismannvirki eru glæsileg og Ólympíuþorpið ekki síðra en það er staðsett í fallegu umhverfi við flóann (Tokyo Bay).

Skipuleggjendur í Tókýó settu í loftið í dag nýtt smáforrit sem tilvalið er að niðurhala í símann sinn. Smáforritið er hugsað fyrir alla áhugasama um Ólympíuleikana og Paralympics í Tókýó. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um leikana, keppnisdagskrá, birting úrslita þegar þar að kemur, upplýsingar um mannvirki og fréttir. Með ákveðnum stillingum getur hver og einn getur fengið valdar upplýsingar um sínar uppáhalds keppnisgreinar og fengið sérsniðnar tilkynningar og áminningar því tengdu. Einnig er hægt að fylgjast með kyndilhlaupinu sem fer um marga af þekktustu stöðum Japans. Þar sem leikarnir verða ekki opnir fyrir áhorfendur utan Japans þá hafa skipuleggjendur lagt mikið í smáforritið og vonast til að það hjálpi til við að færa leikana nær áhorfendum og aðdáendum um allan heim. Í forritinu eru einnig nokkrir leikir sem tengjast leikunum, svo sem Trivia, Magic Moments, Fantasy og Bracket Challenge.

Hér er hægt að nálgast forritið til niðurhals.

„Þessi leikar verða óvenjulegir á margan hátt“, segir Andri Stefánsson, sem verður aðalfararstjóri íslenska hópsins. „Heimsfaraldurinn hefur mikil áhrif á undirbúning og þátttöku og er að mörgu að hyggja í lokaundirbúningnum. Þessir leikar eru með þeim flóknari sem við höfum komið að og óvissan gagnvart mörgum þátttum er meiri en oft áður. Þeir aðilar sem vinna sér inn þátttökurétt munu án efa standa sig vel á leikunum og við hlökkum til að sjá hvernig endanlegur keppendahópur lítur út í byrjun næsta mánaðar“.

Ekki liggur enn fyrir hversu margir íslenskir keppendur verða á leikunum, en það stefnir í að þeir verði færri en oft áður. Fjölmargir þættir hafa áhrif á úthlutun sæta á leikana og eru reglur íþróttagreina mismunandi. Þannig er hægt að ná lágmörkum í sumum greinum, í öðrum gildir árangur á ákveðnum mótum og þá eru einnig heimslistar ráðandi í fjölmörgum íþróttagreinum. Auk þessa eru til ýmsar útfærslur þar sem allir þessir þættir hafa áhrif á úthlutun sæta.

Myndir með frétt