Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ólympíufarar á Bessastöðum

14.07.2021

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid, buðu Ólympíuförunum sem fljótlega leggja í hann til Tókýó til móttöku á Bessastöðum 13. júlí síðastliðinn. Þar buðu þau upp á þjóðlegar veitingar, pönnukökur og glóðvolgar kleinur. 

Guðni Valur Guðnason frjálsíþróttamaður og Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður mættu fyrir hönd íslensku keppendanna á leikunum en sundfólkið Anton Sveinn Mckee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir var fjarverandi. Þau eru búsett erlendis og leggja því ekki upp í ferðina til Tókýó frá Íslandi.

Forsetahjónin fengu að gjöf frá ÍSÍ bakpoka og íþróttafatnað úr fatalínu íþróttavöruframleiðandans PEAK sem framleiddur var fyrir íslenska hópinn sem fer til Tókýó.

Forseti Íslands, sem einnig er verndari ÍSÍ, ávarpaði hópinn og óskaði Ólympíuförunum góðs gengis og góðrar ferðar til Japan. Forsetahjónin sögðust afar stolt af íslensku keppendunum og vera spennt fyrir því að fylgjast með þeim í keppni á leikunum. 

Það er dýrmætt fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi að eiga stuðning forsetahjónanna vísan.

Myndir með frétt