Greinarnar á Ólympíuleikunum í París 2024
Ólympíuleikunum í Tókýó er vart lokið þegar farið er að horfa til næstu leika. Óvenju stutt er í næstu leika, sem verða eftir þrjú ár í París, dagana 26. júlí til 11. ágúst árið 2024. Franska Ólympíunefndin hefur birt lista yfir þær íþróttir sem keppt verður í á næstu leikum. Að auki verða fjórar greinar kynntar til leiks með von um að þær nái fótfestu. Markmiðið með valinu á þeim íþróttagreinum er að ná fram sem mestu jafnvægi á milli kynja og höfða einnig til yngri kynslóðarinnar. Að auki ýta þessar greinar undir sköpun samhliða því að vera líkamlega krefjandi. Þessar umtöluðu greinar eru breikdans, brimbretti, hjólabretti og klifur (sport climbing).
Hefðbundnu greinarnar eru eftirfarandi:
Badminton
Blak
Bogfimi
Borðtennis
Fimleikar (ýmsar greinar)
Frjálsíþróttir
Glíma
Golf
Handknattleikur
Hestaíþróttir
Hjólreiðar (ýmsar greinar)
Hnefaleikar
Hokkí
Júdó
Knattspyrna
Körfuknattleikur
Ólympískar lyftingar
Nútíma fimmtarþraut (modern pentathlon)
Rúgbí 7
Siglingar
Kanó
Róður
Skotíþróttir
Skylmingar
Sundíþróttir (ýmsar greinar)
Taekwondo
Tennis
Þríþraut
Við mælum með að þið kíkið á heimasíðu París 2024. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi síðu. Þar er hægt að smella á hverja íþróttagrein fyrir sig og fá upp nánari útskýringar á viðkomandi grein:
https://www.paris2024.org/en/the-paris-2024-olympic-sports-programme/