Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Myndataka fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

17.08.2021

Undirbúningur undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er í fullum gangi. Í dag var blásið til myndatöku fyrir auglýsingaherferðina. Auglýsingastofan Pipar sér um myndatöku og allt auglýsingaefni.

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ sér svo um almenna framkvæmd, skipulagningu og utanumhald um hlaupið.

Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Linda Laufdal verkefnastjóri Almenninsíþróttasviðs ÍSÍ, litu við á tökustað í dag. Á meðfylgjandi mynd eru þær með Kristjönu Arnarsdóttur, sem er íþróttafréttamaður á RÚV.

Bolurinn verður afhjúpaður von bráðar.

Myndir með frétt