Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Patrekur og Thelma fánaberar Íslands á Paralympics í Tókýó

23.08.2021

Paralympics 2020 í Tókýó verða settir á morgun 24. ágúst með glæsilegri setningarhátíð. Fánaberar Íslands verða tveir, þau Thelma Björg Björnsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson.

Thelma Björg er að keppa á sínum öðrum Ólympíuleikum, en hún keppti árið 2016 í Ríó de Janeiro. Hún keppir í 400 m skriðsundi og 100 m bringusundi í flokki S6/SB5 sem er flokkur hreyfihamlaðra. Patrekur Andrés er á sínum fyrstu leikum en hann keppir í 400 m spretthlaupi, í flokki T11 sem er flokkur blindra.

Íslensku keppendurnir eru alls 6 á leikunum, en auk Thelmu og Patreks þá eru þau Arna Sigríður Albertsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson.

Hátíðin hefst kl. 20.00 að staðartíma eða kl. 11.00 að íslenskum tíma.

KEPPNISDAGSKRÁ ÍSLENSKU KEPPENDANNA Í TÓKÝÓ

25. ágúst:

Róbert Ísak Jónsson: 100m flugsund S14 -  undanrásir

27. ágúst:
Már Gunnarsson: 50m skriðsund S11 – undanrásir

28. ágúst:
Már Gunnarsson: 100m baksund S11 - undanrásir
Thelma Björg Björnsdóttir: 100m bringusund SB5 – undanrásir
Patrekur Andrés Axelsson: 400m hlaup T11 - undanrásir
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir: Kúluvarp F37 - úrslit

29. ágúst:
Róbert Ísak Jónsson: 100m bringusund SB14 - undanrásir
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir: Langstökk T37 – úrslit

30. ágúst:
Már Gunnarsson: 200m fjórsund S11 – undanrásir

31. Ágúst:
Róbert Ísak Jónsson: 200m fjórsund S14 - undanrásir
Arna Sigríður Albertsdóttir: Time Tria C1-3

1. September:
Arna Sigríður Albertsdóttir: Road Race H1-3

2. September:
Thelma Björg Björnsdóttir: 400m skriðsund S6 – undanrásir

3. September:
Már Gunnarsson: 100m flugsund S11 – undanrásir

 

Myndir með frétt