Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

"Að GA sé Fyrirmyndarfélag er okkur afar mikilvægt"

24.08.2021

 

Golfklúbbur Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ þriðjudaginn 24. ágúst.   Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti framkvæmdastjóra félagsins Steindóri Kr.. Ragnarssyni viðurkenninguna á flötinni á 18. holu á Jaðarsvelli.  Á myndinni eru frá vinstri, Heiðar Davíð Bragason golfkennari GA, Skúli Eyjólfsson stjórnarmaður, Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður Íþróttabandalags Akureyrar, Steindór Kr. Ragnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson skrifstofustjóri GA, Viðar Sigurjónsson, Lárus Ingi Antonsson iðkandi og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir golfkennari GA.

"Það er okkur dýrmætt að hafa endurnýjað þá viðurkenningu að GA sé Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.  GA leggur mikið upp úr faglegu og góðu starfi, það að GA sé Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er afar mikilvægt og hjálpar okkar starfsemi" sagði Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA af þessu tilefni.