Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
27

Róbert Ísak Jónsson setti Íslandsmet í Tókýó

25.08.2021

Það dró heldur betur til tíðinda í morgun þegar Róbert Ísak Jónsson bætti nokkurra klukkustunda gamalt Íslandsmet sitt í 100 metra flugsundi á Paralympics í Tókýó. Fyrra metið setti hann í nótt eða 58,34 sek. en bætti um betur og synti á 58,06 sek. í morgun. Sá tími skilaði honum sjötta sæti í keppnisgreininni.

Sannarlega glæsilegur dagur að baki hjá Róberti en sigurvegari sundsins var Brasilíumaðurinn Gabriel Bandeira á nýju mótsmeti þegar hann synti á 54,76 sek. Heimsmetið í greininni á Bretinn Reece Dunn sem tók silfrið í kvöld en sá tími er 54,46 sek.

Fram undan hjá Róberti eru tveir keppnisdagar í viðbót:
29. ágúst er 100 metra bringusund SB14 – undanrásir.
31. ágúst er 200 metra fjórsund S14 – undanrásir.

Myndir með frétt