Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Már Gunnarsson keppti í 50 metra skriðsundi

27.08.2021

Már Gunnarsson keppti í sinni fyrstu grein á Paralympics í Tókýó í nótt. Hann varð sjöundi í sínum riðli en þrettándi í heildina. Hann synti 50 metra skriðsundið á 29, 30 sek. sem er hálfri sekúndu frá hans besta tíma. Már keppir í sinni aðalgrein, 100 metra baksundi, á morgun og var hugmyndin að nýta bringusundið í nótt sem eins konar upphitun fyrir aðalgrein hans. Má leið vel eftir sundið og þrátt fyrir að hafa viljað sjá bætingu þá var hann nokkuð sáttur og einbeitir sér að næsta sundi. Hann mun nýta daginn í hvíld og undirbúning.
Sýnt verður frá sundinu á RÚV og ruv.is kl. 01:24 að íslenskum tíma í nótt.

Fram undan hjá Má eru þessir keppnisdagar:
28. ágúst 100m baksund S11 – undanrásir (01:24 að íslenskum tíma)
30. ágúst 200m fjórsund S11 – undanrásir
03. september 100m flugsund S11 – undanrásir