Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Már Gunnarsson keppti í 100 m flugsundi í nótt.

03.09.2021

Már Gunnarsson lauk sinni síðustu keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Það voru undanrásir í 100 m flugsundi S11: Már synti 100 metrana á 1:14,86 mínútu og varð sjötti af sjö keppendum í sínum riðli. Hann komst því ekki áfram í úrslit úr sundinu en var hress engu að síður eftir sundið.

Á leikunum í Tókýó komst Már í úrslit í fjórsundi þar sem hann hafnaði í áttunda sæti, og í 100 metra baksundi þar sem hann hafnaði í fimmta sæti.

Eftir langan aðdraganda og stífar æfingar fyrir Ólympíumótið er Már tilbúinn í smá hvíld og að einbeita sér að tónlistinni. Hann segist stefna mögulega á að fara á til Parísar 2024 á næsta Paralympics mót því hann eigi nóg eftir.

Þar með hafa allir íslensku keppendurnir á Paralympics 2020 í Tókýó lokið keppni. Það er búið að vera ansi spennandi og einstaklega gaman að fylgjast með þeim á þessu Ólympíumóti, og tilhlökkunarefni að fylgjast með þessu efnilega íþróttafólki í framtíðinni.