Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Norrænn fundur íþróttasamtaka 2021

16.09.2021

Íþróttasamband Álandseyja var gestgjafi norræns fundar íþrótta og Ólympíusamtaka, sem fram fór dagana 10. og 11. september sl.

Á þessum árlega fundi hittast aðilar frá íþróttasamböndum og Ólympíunefndum Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Grænlands, Færeyja, Álandseyja og Íslands og á dagskrá eru fjölmörg áhugaverð umræðuefni hverju sinni. Í ár var mikið fjallað um fyrirkomulag þessara funda til næstu ára, en ljóst er að COVID-19 hefur haft margvísleg áhrif á fundahald víða um heim. Efnisþættir eins og veðmálastarfsemi í tengslum við íþróttastarf, áhrif COVID-19 á íþróttastarfið og íþróttir og mannréttindi voru á dagskrá en einnig var rætt um alþjóðasamstarf Norðurlanda og stefnumótunarvinnu Evrópusku Ólympíunefndanna (EOC).

Þessi fundur var vel sóttur af forsetum allra samtaka og voru góðar umræður um þessa efnisþætti og aðra sem tengjast samvinnu Norðurlanda. Þessir fundir eru jafnframt góður vettvangur til að fá upplýsingar um ýmsa þætti í starfsemi annarra og miðla reynslu.

Fundinn sóttu frá ÍSÍ þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Myndir með frétt