Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Áslaug Sigurjónsdóttir sæmd gullmerki ÍSÍ á ársfundi Lyfjaeftirlits Íslands

01.10.2021

Ársfundur Lyfjaeftirlits Íslands fór fram í húsakynnum ÍSÍ fimmtudaginn 30. september.

Starfsárið 2020 var um margt óeðlilegt og mætti segja að á sama tíma og árið hafi verið eitt erfiðasta ár síðari tíma fyrir íþróttafólk, að þá hafi það einnig skapað miklar hindranir fyrir starfsemi lyfjaeftirlits, en um tíma þurfti að draga úr helstu þáttum starfseminnar, sem eru fræðslumál og lyfjapróf.

Á fundinum voru samþykktar breytingar á stjórn Lyfjaeftirlits Íslands. Áslaug Sigurjónsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og Pétur Sigurður Gunnarsson tók hennar sæti. Formannsembættið færðist frá einum fulltrúa ÍSÍ í stjórninni yfir til annars fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins í stjórninni, en Erna Sigríður Sigurðardóttir mun gegna formannsembættinu næstu þrjú árin.

Stjórn Lyfjaeftirlits Íslands er að öðru leyti óbreytt en hana skipa nú Erna Sigríður Sigurðardóttir (formaður), Pétur Sigurður Gunnarsson, Helgi Freyr Kristinsson og Skúli Skúlason. Varamenn eru Pétur Magnússon og Sif Jónsdóttir.

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, sæmdi Áslaugu Sigurjónsdóttur gullmerki ÍSÍ fyrir hennar framlag til lyfjaeftirlits og hreinna íþrótta, en hún hefur unnið mikið og óeigingjart starf í þágu málaflokksins um áratugabil.

Myndir með frétt