Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Dagur göngunnar þann 3. október

01.10.2021

Sunnudaginn 3. október kl. 10:00, fer fram boðhlaupsganga um allan heim en markmiðið með göngunni er að koma boðhlaupskefli á rafrænan hátt yfir öll 24 tímabeltin. TAFISA (The Association For International Sport for All) skipuleggur verkefnið ár hvert en alls hafa milljónir manns í yfir 170 löndum tekið þátt síðan verkefnið fór fyrst af stað árið 1991.

Allir geta tekið þátt með því að velja sína uppáhalds hreyfingu (göngu, hlaup, hjól, sund, siglingar, hjólabretti, klifur o.s.frv.) og deila myndum eða myndskeiðum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #worldwalkingday. ÍSÍ hvetur ykkur til að vekja athygli á málstað eða góðgerðarstarf að eigin vali og vera partur af alþjóðlegum viðburði.

Það er mikilvægt að huga að andlegri og líkamlegri heilsu með því að hreyfa sig reglulega. Þessi boðhlaupsganga er táknræn en á sama tíma er verið er að hvetja fólk til þess að hreyfa og sýna þannig  sameiningarmátt með því að rétta keflið áfram um allan heim. Þennan sameiningarmátt þarf heimurinn einmitt að finna fyrir núna.

Það er fyrrum sjöþrauta konan Kristín Birna Ólafsdóttir sem réttir keflið fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Hér má sjá myndbandið.


Hér er hægt að lesa nánar um World Walking Day 2021.