Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Vanda nýr formaður hjá KSÍ

03.10.2021

 

Aukaþing KSÍ fór fram laugardaginn 2. október sl. á Hilton Reykjavík Nordica. Um var að ræða sérstakt aukaþing sem boðað var til með mánaðarfyrirvara í ljósi þeirra atburða sem uppi hafa verið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi.
Á þinginu var kosin bráðabirgðastjórn sem mun starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar 2022.

Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin formaður og er þar með fyrsta konan sem gegnir embætti formanns Knattspyrnusambands Íslands og fyrsta konan sem tekur við embætti formanns í aðildarsambandi Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA).

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, ávarpaði þingið og fjallaði um ýmsa þætti sem tengjast siðamálum íþróttahreyfingarinnar og þeim aðgerðum sem eru í gangi innan íþróttahreyfingarinnar. 

Aðrir sem kosnir voru í aðalstjórn eru:
Ásgrímur Helgi Einarsson
Borghildur Sigurðardóttir
Guðlaug Helga Sigurðardóttir
Helga Helgadóttir
Ingi Sigurðsson
Sigfús Ásgeir Kárason
Unnar Stefán Sigurðsson
Valgeir Sigurðsson

Í varastjórn:
Kolbeinn Kristinsson
Margrét Ákadóttir
Þóroddur Hjaltalín

Landshlutafulltrúar:
Magnús Björn Ásgrímsson
Ólafur Hlynur Steingrímsson
Ómar Bragi Stefánsson
Trausti Hjaltason

Á myndinni má sjá Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ, ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur, nýkjörnum formanni KSÍ.

Myndir með frétt