Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Framhaldsþing 75. Íþróttaþings ÍSÍ á laugardaginn

07.10.2021

Framhaldsþing 75. Íþróttaþings ÍSÍ verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 9. október nk. Þingsetning verður kl. 13:00. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar.

Við þingsetningu verður útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ og ýmsar heiðursviðurkenningar veittar.

Tillögur þær sem vísað var til framhaldsþingsins og önnur þinggögn er að finna á vefsíðu ÍSÍ.

Þingnefndir munu starfa föstudaginn 8. október nk. frá kl. 16:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. og er öllum þingfulltrúum heimilt að taka þátt í nefndastörfum.

Myndir með frétt