Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Skólablak gengur vel

20.10.2021

Við litum við í Kórnum í Kópavogi í morgun á Skólablak. Krakkarnir virtust öll skemmta sér vel og voru mjög áhugasöm og kát upp til hópa. Þau spiluðu blak eftir bestu getu undir hressilegri tónlist sem ómaði um allt. Stemningin í Kórnum hefur áreiðanlega ekki verið svona góð síðan að Justin Bieber hélt tónleika þarna um árið.

Blaksamband Íslands (BLÍ), í samstarfi við Evrópska blaksambandið (CEV), ÍSÍ, UMFÍ og blakfélög í landinu, stendur fyrir viðburðinum Skólablak fyrir grunnskólakrakka í 4.-6. bekk um allt land. Tveir viðburðir eru eftir, en þeir eru sem hér segir:

22. október, Skessan, Hafnarfirði

29. október, Fellið Varmá, Mosfellsbæ 

Nánari upplýsingar um verkefnið Skólablak er að finna á heimasíðu Blaksambandsins.

ÍSÍ kemur að verkefninu í tengslum við Íþróttaviku Evrópu/BeActive með styrk frá Evrópusambandinu, Erasmus+. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við hreyfingarleysi meðal almennings.

Hér má sjá fleiri myndir frá Skólablakinu á myndasíðu ÍSÍ

Myndir með frétt