Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing HSK 2025

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK)...
27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing ÍS 2025

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
24

Sigurjón tekinn inn í IPF Hall of Fame

11.11.2021

Sigurjón Pétursson, varaforseti Alþjóðakraftlyftingasambandsins (IPF) og heiðursformaður Kraftlyftingasambands Íslands, hefur verið tekinn inn í IPF Hall of Fame.
Innan Alþjóðakraftlyftingasambandsins (IPF) hefur Sigurjón gegnt ýmsum hlutverkum, meðal annars verið formaður aganefndar IPF, formaður lyfjanefndar IPF og situr nú sitt annað kjörtímabil sem varaforseti IPF þar sem hann hefur stjórnað vinnu í mörgum krefjandi málum.
Sigurjón hefur komið víðar við á sviði íþróttamála, meðal annars verið varaformaður Handknattleikssambands Íslands og formaður Kraftlyftingasambands Íslands og hlotið margar viðurkenningar, svo sem Heiðurskross ÍSÍ og Gullmerki Handknattleikssambands Íslands.

Á myndinni er Sigurjón ásamt Gaston Parage, forseta Alþjóðakraftlyftingasambandsins.

ÍSÍ óskar Sigurjóni innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

Mynd/KRAFT