Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Beint streymi frá kynningu samskiptaráðgjafa

15.11.2021

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur síðustu vikur farið um landið og kynnt starfsemi embættisins. Framundan eru eftirfarandi kynningar fyrir höfuðborgarsvæðið:

  • Reykjavík mánudaginn 15. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, fundarsalur E kl.17:00
  • Reykjavík þriðjudaginn 16. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, fundarsalur E kl.13:00 - STREYMI
  • Reykjavík miðvikudaginn 17. nóvember. ÍSÍ Engjavegi 6, fundarsalur E kl.19:00
  • Hafnarfjörður miðvikudaginn 24. nóvember. Kaplakriki, Sjónarhóll salur kl.17:00

Vakin er athygli á streymi frá kynningu á starfi samskiptaráðgjafa þriðjudaginn 16. nóvember nk kl. 13:00.  

Streymið verður sent út á Facebook síðum ÍSÍ, Landsbjargar, Samskiptaráðgjafa, Skátanna, UMFÍ og Æskulýðsvettvangsins.

ATH! Brýnt er að þeir sem mæta á kynningar sinni persónulegum sóttvörnum og fólk er hvatt til þess að bera grímur.