Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Heimsmeistarar öldunga í badminton

06.12.2021

Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir urðu um síðastliðna helgi heimsmeistarar í tvíliðaleik kvenna á Heimsmeistaramóti Senior í Huelva á Spáni. Þær sigruðu par frá Kóreu í úrslitum og 23-21 og 21-8 í flokki 40-44 ára. Drífa varð einnig heimsmeistari í tvenndarleik í sama flokki með Jesper Thomsen frá Danmörku en þau sigruðu par frá Englandi 21-19 og 21-10.

Broddi Kristjánsson lenti í þriðja sæti í einliðleik í flokk 60-65 ára þannig að tvö gull og eitt brons er afrakstur íslenska hópsins á heimsmeistaramótinu þetta árið.

 

Frábær árangur hjá íslenska þríeykinu og óskar ÍSÍ þeim innilega til hamingju með árangurinn.

 

Mynd/BSÍ