Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
18

Nýr ráðherra íþróttamála gestur á Formannafundi ÍSÍ

08.12.2021

 

Formannafundur ÍSÍ 2021 fór fram á Teams í gær. Fundurinn var í styttra lagi í ljósi þess að stutt er frá framhaldsþingi ÍSÍ sem fór fram í októbermánuði. Fundinn situr framkvæmdastjórn ÍSÍ ásamt formönnum og framkvæmdastjórum sérsambanda og íþróttahéraða ÍSÍ.

Ásmundur Einar Daðason, sem nýverið tók við ráðherrastóli sem mennta- og barnamálaráðherra og er einnig ráðherra íþróttamála, var gestur fundarins. Hann fundaði einnig með forystufólki ÍSÍ og heimsótti skrifstofur nokkurra sérsambanda áður en fundur hófst. Ráðherra sagðist hlakka til að starfa með íþróttahreyfingunni næstu fjögur árin og vænta mikils af samstarfinu. Hann minntist á helstu verkefnin sem framundan eru, þar á meðal uppbyggingu þjóðarleikvanga.  Einnig ræddi hann mikilvægi sjálfboðaliða í íþróttastarfinu og þær áskoranir sem hreyfingin hefur mætt síðustu misserin. Ráðherra sagðist vona að fram náist betri og heildstæðari þjónusta við börn og ungmenni í landinu með því að hafa málefni barna, menntun, æskulýðs- og íþróttastarf undir sama hattinum. Hann sagðist vilja sjá íþróttahreyfinguna í landinu koma sterka inn á því sviði og sagðist reiða sig á leiðsögn frá hreyfingunni um málefni sem tengjast íþróttastarfinu.

Forseti ÍSÍ skýrði helstu niðurstöður úr skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ á málefnum KSÍ en skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í Laugardal í gær. Hann sagði mikilvægt að fá niðurstöðu nefndarinnar en enn væri vinnuhópur að störfum um verkferla og heimildir fyrir alla íþróttahreyfinguna. Á fundinum var farið stuttlega yfir stöðu mála varðandi verkefni og fjárhag ÍSÍ og helstu verkefni sem framundan eru. Málefni tengd kórónuveirufaraldrinum eru enn ofarlega á baugi í hreyfingunni enda ennþá takmarkanir á samkomum, sem hafa í för með sér mikið tekjutap fyrir sambönd og félög í hreyfingunni. Aukinn kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða hefur einnig áhrif á rekstur eininga í hreyfingunni.

Frábær mæting var á fundinum en um 90 manns af öllu landinu tóku þátt í gegnum Teams. 

Myndir með frétt