Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Hafnfirskt íþróttafólk verðlaunað

29.12.2021

Árleg íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram í gær. Hátíðin fór fram í streymi á miðlum Hafnarfjarðarbæjar vegna samkomutakmarkana. Tuttugu afreksmenn voru tilnefndir til kjörs á íþróttakarli Hafnarfjarðar og íþróttakonu Hafnarfjarðar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum keili var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar 2021 og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2021. Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar afhenti viðurkenningarnar til íþróttafólksins, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Umfjöllun um íþróttafólkið og umfjöllun um hátíðina má finna á heimasíðu ÍBH.

Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum var valið Afrekslið ársins 2021.

Á hátíðinni kom fram að aðildarfélög Íþróttabandalags Hafnarfjarðar áttu 317 Íslandsmeistara árið 2021! Hafnarfjarðarbær veitir hópum sem verða Íslands-, bikar- eða deidarmeistarar í efsta flokki viðurkenningarstyrk að upphæð kr. 300.000 á titil.

Tíu hópar urðu bikarmeistarar, þar af sjö í efsta flokki, Fimleikafélagið Björk í áhaldafimleikum kvenna frjálsar æfingar, Fimleikafélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í frjálsíþróttum í kvennaflokki utanhúss, Fimleikafélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í frjálsíþróttum í karlaflokki utanhúss, Fimleikafélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í karla- og kvennaflokki samanlagt utanhúss, Knattspyrnufélagið Haukar bikarmeistarar kvenna í körfuknattleik, Sundfélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í sundi karlasveit og Sundfélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í sundknattleik karlar. 

Þrjú lið urðu deildarmeistarar, þar af tvö í efsta flokki, Knattspyrnufélagið Haukar meistaraflokkur karla í handknattleik og Badmintonfélag Hafnarfjarðar A-lið meistaraflokkur karla í borðtennis.

Af alþjóðlegum vettvangi má nefna að Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar urðu Norðurlandameistarar í dansi standard fullorðinna. Margrét Lea Kristinsdóttir Fimleikafélaginu Björk vann til silfurverðlauna í gólfæfingum á Norður-Evrópumóti í áhaldafimleikum. Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði vann silfurverðlaun í 100m flugsundi og bronsverðlaun í 200m fjórsund á Evrópumóti fatlaðra í sundi.

ÍSÍ óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenninguna, afrekin og árangurinn á árinu.

Myndir/ÍBH.

Myndir með frétt