Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

Fánaberar Íslands á setningarhátíð ÓL í Peking

03.02.2022

Það er ÍSÍ mikil ánægja að tilkynna að Kristrún Guðnadóttir og Sturla Snær Snorrason verða fánaberar Íslands á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Peking föstudaginn 4. febrúar nk.  

Setningarhátíðin hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og mun RÚV sýna beint frá hátíðinni.

Sami háttur verður hafður á núna og á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó að fánaberar þátttökulandanna verða tveir, ein kona og einn karl.

Inngangan raðast eftir kínverska stafrófinu og kemur því að íslenska hópnum um miðbik inngöngunnar.