Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Vetrarólympíuleikarnir í Peking settir

04.02.2022

Nú rétt í þessu lauk glæsilegri setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Peking. Viðburðurinn fór fram í Hreiðrinu (Bird's Nest), líkt og á Sumarólympíuleikunum í sömu borg árið 2008. Leikstjórn var í höndum kínverska kvikmyndaleikstjórans Zhang Yimou, sem einnig leikstýrði setningarhátíðinni 2008. Það var ansi kalt á leikvanginum, hitastigið um frostmark.

Setningarhátíðin var fallegt sjónarspil vel útfærðra atriða. Allir sem komu fram á hátíðinni voru almennir borgarar, þ.e. nemendur af öllum skólastigum og almennir borgarar frá Peking og nágrenni. Ólympíueldinum var komið fyrir í stóru snjókorni sem innihélt nöfn allra þátttökuþjóða.

Íslenski hópurinn gekk inn á leikvanginn um miðbik inngöngunnar. Fánaberar voru Kristrún Guðnadóttir og Sturla Snær Snorrason. Hópurinn klæddist fatnaði frá kínverska fataframleiðandanum PEAK og íslenska fataframleiðandanum 66°N. Bæði þessi fyrirtæki hafa áður verið í samstarfi við ÍSÍ um fatnað og búnað fyrir ólympísk verkefni og stutt þannig við bakið á íslenskum Ólympíuförum.

Á leikunum verður keppt í 109 keppnisgreinum í 15 íþróttagreinum. Sjö nýjar keppnisgreinar verða teknar inn að þessu sinni og sem fyrr þá er markvisst verið að auka þátttöku kvenna á leikunum. Þessar 15 íþróttagreinar eru alpagreinar, bobsleðakeppni, freestyle-skíðaíþróttir, íshokkí, krulla, listskautar, luge-sleðakeppni, norræn tvíkeppni, skautaat, skautahlaup, skeleton-sleðakeppni, skíðaganga, skíðaskotfimi, skíðastökk og snjóbretti.

Myndir með frétt