Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Peking 2022 / Snorri fánaberi á lokahátíð

20.02.2022

 

Lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Peking fer fram í dag sunnudaginn 20. febrúar kl. 12:00, eða réttara sagt í kvöld á staðartíma, en hún hefst kl. 20:00 á Ólympíuleikvanginum í Peking. Snorri Eyþór Einarsson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á hátíðinni.

Hátíðin verður með hefbundnu sniði og búast má við mikilli skrautsýningu. Undir lok hátíðarinnar munu fulltrúar frá Mílanó og Cortina á Ítalíu taka við Ólympíufánanum, en leikarnir fara næst fram þar dagana 6. til 22. febrúar 2026.