Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022

24.02.2022
Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022 var haldið í Lasko í Slóveníu 14-19 febrúar. Að þessu sinni tóku 30 þjóðir eru að taka þátt með 386 þátttakendur samtals.
Bogfimisambands Íslands var með 20 skráningar á EM fyrir Íslands hönd:
13 úr Boganum í Kópavogi
2 úr Hróa Hetti í Hafnarfirði
3 úr Skaust á Egilstöðum 
2 úr Akri á Akureyri
Tveir greinudust því miður jákvæðir með kórónuveiruna rétt fyrir flugið út á EM og náðist ekki að fylla í stöður þeirra í tæka tíð. Ísland var samt sem áður með fjórða mesta fjölda keppenda á mótinu.

Íslensku keppendurnir stóðu sig vel og bættu eigin árangur og nokkur met.

Anna María Alfreðsdóttir náði mjög góðum árangri. Hún náði 4. sæti eftir jafnan leik við Ipek Tomruk frá Tyrklandi í brons úrslitaleiknum í trissuboga kvenna U21. Mótið var mjög gott hjá Önnu Maríu, en hún sló einnig fimm Íslandsmet á leikunum.

Guðbjörg Reynisdóttir náði 5. sæti í berboga kvenna. Þetta er besti árangur Íslands í einstaklingsgrein sem náðst hefur á Evrópumeistaramóti í opnum flokki (fullorðinna). Guðbjörg keppir í berboga kvenna og þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í þeim flokki á EM innandyra.

Mælum eindregið með að kíkja á önnur úrslit á bogfimisíðunni hér.

Mynd: archery.is