Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sett

20.03.2022

Setningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í kvöld. Hátíðin fór fram úti á torgi í Voukatti í fallegu en köldu veðri.

Þjóðirnar 44 sem taka þátt á leikunum gengu hver með sinn þjóðfána inn á torgið. Þau Björn Davíðsson og Júlía Rós Viðarsdóttir voru fánaberar Íslands. Það var Sauli Niinistö forseti Finnlands sem setti leikanna og að því loknu var komið að hápunkti setningarinnar þegar ólympíueldurinn var tendraður. Dagskránni lauk með skemmtidagskrá þar sem meðal annars opinbert lag hátíðarnar var flutt, lagið “Long in to the Night” og hlaut lagið svo góðar undirtektir að þátttakendur leikanna hrönnuðust á dansgólfið.

Íslenski hópurinn skemmti sér konunglega og var ánægður með kvöldið.

Keppni hjá íslensku keppendunum hefst á morgun þegar þeir Einar Árni Gíslason, Ólafur Pétur Eyþórsson, Sveinbjörn Orri Heimisson og Ævar Freyr Valbjörnsson keppa í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð.

    

Myndir með frétt