Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Helga Katrín áfram formaður AKÍS

23.03.2022

 

Tíunda ársþing Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) fór fram um síðastliðna helgi í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingið var vel sótt og mættu alls 21 fulltrúi af þeim 25 sem áttu rétt á setu á þinginu. Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ var þingforseti og ávarpaði hann þingið sem fulltrúi ÍSÍ við þingsetningu. 

Fram kom að mikill metnaður er til þess að efla mótahald í íþróttinni og fjölga aðilum til þess að vinna við keppnishald í íþróttinni og einnig að fjölga keppendum. Nokkrar breytingar voru samþykktar á lögum sambandsins og reikningar voru samþykktir.

Helga Katrín Stefánsdóttir var endurkjörin í embætti formanns AKÍS. Kosið var um þrjú sæti í stjórn og hlutu Halldór Jóhannsson, Aðalsteinn Símonarson og Halldór V Hauksson  kosningu í þau sæti. Í varastjórn voru kjörnir Jóhann Egilsson, Sigurjón Andersen og Sigfús B Sverrisson.