Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Magnús áfram formaður LSÍ

23.03.2022

 

Þann 20. mars síðastliðinn fór ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Nokkrar breytingar urðu á stjórn sambandsins. Magnús B. Þórðarson var endurkjörinn sem formaður, Árni Rúnar Baldursson steig til hliðar sem varaformaður og tók við stöðu ritara af Jens Anda Fylkissyni. Helga Hlín Hákonardóttir var kosin varaformaður sambandsins. Þór Reynir Jóhannson hætti sem gjaldkeri stjórnar en var kjörinn skoðunarmaður ásamt Ívari Ísak Guðjónssyni. Margrét G. Jónsdóttir var kosin gjaldkeri. Kári Walter kom inn í stjórn sem meðstjórnandi og tók við af Einari Inga Jónssyni sem var kosinn fulltrúi íþróttamanna ásamt Kötlu Björk Ketilsdóttur. Ásgeir Bjarnason, Ingi Gunnar Ólafsson og Sigurður Darri Rafnsson héldu áfram í varastjórn en Eggert Ólafsson kom nýr þar inn. Ásgeir Bjarnason var einnig kosinn formaður tækninefndar.

Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ var þingforseti og fulltrúi ÍSÍ á þinginu og hélt stutt ávarp við þingsetningu.