Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Nýr formaður hjá SÍL

23.03.2022

 

Síðastliðinn sunnudag fór 49. Siglingaþing Siglingasambands Íslands (SÍL) fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ekki lágu margar tillögur fyrir þinginu en fram fóru hefðbundin þingstörf. Meðal mála sem lágu fyrir var mótaskrá 2022 og 2023 og er þær að finna á heimasíðu SÍL. Góðar umræður urðu á þinginu og var einhugur um framgang siglingaíþróttarinnar á Íslandi. Hægt er að nálgast þinggerð þingsins hér.

Aðalsteinn Jens Loftsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu en gaf þó kost á sér til setu í stjórn til ráðgjafar og stuðnings við nýjan formann og stjórn. Gunnar Haraldsson var kjörinn nýr formaður sambandsins.  Nokkrar breytingar urðu á stjórn og komu fimm nýjir stjórnarmenn að borðinu. Stjórn sambandsins skipa: Anna Karen Jörgensdóttir, Arnar Jónsson, Gauti Elvar Arnarson og Markús Pétursson. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum.Í varastjórn sitja Aðalsteinn Jens Lofstsson, Gunnar Úlfarsson og Ríkarður Ólafsson.