Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fræðslufyrirlestur um karlmennnskuna

25.03.2022

 

Íþrótta- og Óympíusamband Íslands, Íþróttabandalag Akureyrar, Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri eru í samstarfi um reglulega fræðsluviðburði fyrir íþróttahreyfinguna á Akureyri og nágrenni.  Í gær, fimmtudaginn 24. mars var Þorsteinn V. Einarsson kennari og kynjafræðingur með fyrirlestur sem hann nefnir „Karlmennskan“ í stóra sal Háskólans á Akureyri.  Fyrirlesturinn var ætlaður íþróttaiðkendum, foreldrum, þjálfurum, stjórnendum og öðrum áhugasömum, 16 ára og eldri.  Markmið fyrirlestursins er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðari karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.  Ágætis mæting var á fyrirlesturinn og urðu góðar umræður í kjölfarið.  

Myndir með frétt