Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

„Auðveldar sjálfboðaliðastarfið í klúbbnum til muna“

13.04.2022

 

Golfklúbbur Hornafjarðar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á ársþingi Ungmennasambandsins Úlfljóts sem fram fór fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn á Höfn í Hornafirði. Svo skemmtilega vildi til að þingið fór einmitt fram í Golfskálanum á Hornafirði. Það var Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem afhenti Gesti Halldórssyni formanni golfklúbbsins viðurkenninguna á þinginu.  Á myndinni eru þeir Andri og Gestur.

„Það var mjög gagnlegt að fara í gegnum þetta ferli því með þessu er hægt að skerpa á ýmsu og svo er margt sem við sjáum að huga þarf að og koma inn í starfið.  Það þýðir að við þurfum að sinna verkefnum okkar á skipulagðari hátt“ sagði Halldóra Guðmundsdóttir stjórnarmaður í Golfklúbbi Hornafjarðar af þessu tilefni.