Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
18

Dregið í riðla fyrir EYOF í Slóvakíu

02.05.2022

 

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Banska Bystrica í Slóvakíu 24. - 30. júlí næstkomandi. Um 3.400 ungmenni frá 48 þjóðum í Evrópu taka þátt í hátíðinni. Áætlað er að það verði hátt í 1.500 sjálfboðaliðar starfandi við verkefnið. ÍSÍ mun fara með fjölmennan hóp á hátíðina eða alls 40 keppendur sem taka þátt í áhaldafimleikum, badminton, frjálsíþróttum, handknattleik, hjólreiðum, júdó, sundi og tennis.

Brynja Guðjónsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir sóttu fararstjórafund í Slóvakíu í síðustu viku þar sem þær kynntu sér fyrirkomulag, aðstæður og mannvirki hátíðarinnar.

Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi var einnig í Banska Bystrica á sama tíma þar sem hún er formaður EOC EYOF Commission og spilar því stórt hlutverk í eftirliti með undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. 

Dregið var í riðla í handknattleik og lenti íslenska drengjalandsliðið í riðli með Króatíu, Spáni og Danmörku.  

Á myndinni eru frá vinstri:  Brynja, Líney Rut og Kristín Birna.