Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

Viljayfirlýsing um þjóðarhöll í innanhússíþróttum í Laugardal

06.05.2022

 

Í dag, föstudaginn 6. maí, undirrituðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri viljayfirlýsingu um framkvæmdir við byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Það eru frábær tíðindi fyrir íþróttahreyfinguna að þetta stóra og aðkallandi hagsmunamál sé nú komið á gott skrið.

Þjóðarhöllin mun uppfylla kröfur fyrir alþjóðlega keppni í innanhússíþróttagreinum og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardal. Í yfirlýsingunni kemur fram að ríki og Reykja­vík­ur­borg muni tryggja fjár­mögn­un á stofn­kostnaði í lang­tíma­áætl­un­um sín­um. Kostnaðarmat muni liggja fyr­ir eft­ir frum­at­hug­un og end­an­lega hönn­un. Kostnaðar­skipt­ing taki mið af nýt­ingu mann­virk­is­ins sem og þeim kröf­um sem hvor aðili hef­ur, ann­ars veg­ar ríkið vegna þarfa sér­sam­banda og alþjóðlegra krafna til keppn­isaðstöðu landsliða og hins veg­ar Reykja­vík­ur­borg vegna þarfa íþrótta­fé­laga og íþrótta­kennslu.

Aðilar munu stofna sérstaka fram­kvæmda­nefnd um þjóðar­höll í inn­an­hússíþrótt­um sem mun sjá um frum­at­hug­un og und­ir­bún­ing á fyr­ir­komu­lagi bygg­inga­fram­kvæmda, s.s. vegna hönn­un­ar, tækni­legr­ar út­færslu, rekstr­ar­forms og hvernig staðið verður að fjár­mögn­un. Notk­un­ar­mögu­leik­ar mann­virk­is­ins verða kannaðir til hlít­ar. Einnig kem­ur fram að ríki og borg ætli að standa sam­an að hug­mynda­sam­keppni um hönn­un mann­virk­is­ins og út­lit.

Stefnt skal að því að öllum framkvæmdum verði lokið árið 2025.

Viljayfirlýsingin í heild sinni.

Myndir með frétt