Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ársþing DSÍ

23.05.2022

 

Ársþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2022 var haldið þann 18. maí sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Valdimar Leó Friðriksson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var þingforseti og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði þingið.

Atli Már Sigurðsson var kjörinn nýr formaður DSÍ til  eins árs og tekur við af Bergrúnu Stefánsdóttur sem hefur verið formaður sambandsins síðastliðin þrjú ár.

Aðalmenn í stjórn, kjörnir til tveggja ára eru Kara Arngrímsdóttir og Helga Björg Gísladóttir.
Aðalmenn í stjórn sem fyrir voru til eins árs eru Ólafur Már Hreinsson og Magnús Ingólfsson.
Varamenn, kjörnir til eins árs, eru Jóhann Gunnar Arnarsson og Ragnar Sverrisson.

DSÍ heiðraði þá Örvar Möller og Kjartan Birgisson fyrir óeigingjarnt starf í þágu dansíþróttarinnar.