Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Aðalfundur ENGSO í Þórshöfn í Færeyjum

07.06.2022

Á dögunum tóku þær Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Ragnhildur Skúladóttir sviðstjóri Þróunar-og fræðslusviðs þátt í aðalfundi ENGSO (European Non-Governmental Sports Organization) í Þórshöfn í Færeyjum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fór fram fræðsluhluti sem innihélt fyrirlestra og vinnustofur.

Fjögur ólík umræðuefni voru á dagskrá sem voru: Kynning á starfsemi og góðum starfsháttum sem íþróttahreyfingin innleiddi eftir Covid-19, jafnrétti í íþróttum með sérstakri áherslu á LGBTQI+ samfélagið, kynning á ólíkum verkefnum eins og  "HealthyLifestyle4all“ og SPIRIT, vinnustofur um geðheilbrigði og æskulýðsmál og evrópska íþróttamódelið.

Á heimasíðu ENGSO er að finna mikið magn af fræðsluefni fyrir þjálfara sem er ókeypis og aðgengilegt fyrir alla.