Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Aðeins 19 ára en með réttindi til að dæma á alþjóðlegum stórmótum

08.06.2022

Bogfimisamband Íslands er eitt af yngstu sérsamböndum ÍSÍ. Sambandið vinnur markvisst að því að styrkja grunnstoðir íþróttarinnar sem og afreksstarfið og færðist í byrjun janúar 2022 úr flokki C upp í flokk B hjá Afrekssjóði ÍSÍ.

Nýverið sótti Sara Sigurðardóttir úr Bogfimifélaginu Boganum námskeiðið World Archery Youth Judge Seminar sem Alþjóðabogfimisambandið stóð fyrir í Halifax í Kanada og stóðst í kjölfarið alþjóðlegt dómarapróf. Aðeins fjögur ungmenni stóðust prófið sem gefur réttindi sem kallast World Archery Youth Judge en allt í allt eru einungis 16 manns með þessi réttindi. Ungmennadómarar hafa réttindi til þess að dæma á ýmsum alþjóðlegum stórviðburðum, svo sem Ólympíuleikum ungmenna, HM og EM ungmenna og Heimsbikarmótum fullorðinna. Dómararéttindi Söru gilda til ársins 2026.

Sara, sem er aðeins 19 ára gömul, er fyrsti dómarinn á Norðurlöndunum með þessi réttindi og hún er jafnframt yngsti alþjóðlegi dómarinn í bogfimi í heiminum þessa stundina. Sara er fyrsta íslenska konan til að hljóta alþjóðleg dómararéttindi í bogfimi. 

Þess má geta að konur eru nú í fyrsta sinn orðnar í meirihluta landsdómara í bogfimi á Íslandi. Kynjahlutföllin eru 56% konur og 44% karlar.

Listi yfir íslenska dómara í bogfimi.

Mynd/BFSÍ.