Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ársþing EOC 2022

13.06.2022

 

Ársþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) fór fram dagana 10.-11. júní sl. í Skopje í Norður-Makedóníu. Fulltrúar ÍSÍ voru Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ.

Rússum og Hvít-Rússum var óheimilt að senda fulltrúa til þingsins vegna stöðunnar í Úkraínu. Til viðbótar við hefðbundin þingstörf, samþykkt reikninga og skýrsluflutning þá var fjallað um mikilvægi þess að standa vörð um Evrópska íþróttamódelið og einnig var kynning á þeim leikum sem framundan eru.

Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi var á þinginu sem stjórnarmeðlimur í EOC. Líney Rut, sem einnig er formaður yfirnefndar Ólympíuhátíða Evrópuæskunnar (EOC EYOF Commission) var með framsögu á þinginu og kynningu á verkefnunum sem framundan eru. Næsta hátíð er í Banska Bystrica í júlí næstkomandi og verður Ísland með fjölmennan hóp keppenda þar.

Ólympíunefnd Norður-Makedóníu fagnar 30 ára afmæli á árinu og var boðið til hátíðarkvöldverðar að því tilefni þar sem meðal annars Piotr Nurowski verðlaunin voru afhent.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á þinginu en á þeim má meðal annars sjá Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, með fulltrúum ÍSÍ á þinginu.

 

 

Myndir með frétt