Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Jóhann Björn áfram formaður HSS

19.06.2022

 

Ársþing Héraðssambands Strandamanna (HSS) fór fram í félagsheimilinu á Hólmavík 15. júní sl. Jóhann Björn Arngrímsson var endurkjörinn í embætti formanns HSS og aðeins varð ein breyting í varastjórn sambandsins. Þingið var fámennt að þessu sinni. Þingstörf voru hefðbundin en á þinginu var einnig Íþróttamaður HSS 2021 útnefndur, Guðmundur Viktor Gústafsson kylfingur. Árný Helga Birkisdóttir skíðagöngukona var útnefnd Efnilegasti íþróttamaður HSS 2021.

HSS hefur nýlega ráðið framkvæmdastjóra til starfa, íþróttakennarann Magneu Dröfn Hlynsdóttur, sem þekkir vel til starfsemi sambandsins. Enginn framkvæmdastjóri hefur verið starfandi í sambandinu um tíma og því án efa mikill stuðningur við starfið í héraði að Magneu Dröfn til starfa. ÍSÍ óskar Magneu Dröfn til hamingju með starfið og velgengni í þeim verkefnum sem framundan eru.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ mætti á þingið fyrir hönd ÍSÍ og hélt þar stutt ávarp.

 

 

Myndir með frétt