Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Undirbúningsfundur fyrir Íþróttaviku Evrópu 2022

27.06.2022

 

Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs og Linda Laufdal verkefnastjóri sóttu undirbúningsfund fyrir Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022, í Lille í Frakklandi 15. júní sl.

Markmið fundarinns var að samstilla framkvæmdaraðila Íþróttaviku Evrópu, #BeActive, sem fram fer 23. - 30. september 2022 í flestum löndum Evrópu. Eftir tveggja ára fundarhlé sökum heimsfaraldur var afar gagnlegt fyrir hópinn að koma saman aftur og bera saman bækur sínar, skiptast á góðum hugmyndum og fá innsýn í áherslur ársins og markaðsefni.

Í ár verður Íþróttaviku Evrópu ýtt úr vör í Prag í Tékklandi þann 23. september næstkomandi og kynnti Ólympíunefnd Tékklands bæði sig og dagskrá opnunarhátíðarinnar.  Góður tími gafst í vinnuhópum að ræða alls kyns góðar hugmyndir við framkvæmd Íþróttavikunnar og fleiri málefni. Aðilar frá fyrirtækinu BCW kynntu áherslur Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022. Þau fóru yfir hlutverk sín og verkefni og kynntu áherslur þeirra í markaðsmálum. Fengu gestir sýnishorn af þeim áherslum sem verða í ár og efninu sem skipuleggjendur fá í hendurnar til að vinna með. Að dagskrá lokinni bauð Ólympíunefnd Frakklands í skoðunarferð um Pierre Mauroy Stadium. Gaman er að geta þess að hjá Ólympíunefnd Frakklands starfar Íslendingurinn Emil Karlsson og var skemmtilegt fyrir starfsmenn ÍSÍ að kynnast honum og heyra um hans störf í Frakklandi. Starfsmenn ÍSÍ komu heim úr þessari ferð með fullt af hugmyndum í farteskinu og tilhlökkun til að hefja undirbúning fyrir Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022.

Á meðfylgjandi mynd eru starfsmenn ÍSÍ með Emil Karlssyni, starfsmanni Ólympíunefndar Frakklands.

Myndir með frétt