Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íþrótta- og ungmennafélagshreyfingin á tímamótum

09.08.2022

 

Tímamót urðu nýlega þegar þeir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning um leigu á húsnæði fyrir starfsemi UMFÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Stefnt er að því að Þjónustumiðstö UMFÍ flytji á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar í haust.

Fundarsalir ÍSÍ hafa í gegnum árin verið á þriðju hæðinni í Íþróttamiðstöðinni. Unnið er að endurskipulagningu allrar þriðju hæðarinnar svo að þar verði til skrifstofurými fyrir starfsemi UMFÍ ásamt fundarsölum ÍSÍ. Framkvæmdir við húsnæðið hófust í sumar og standa yfir inn í haustið. Gert er ráð fyrir því að UMFÍ flytji inn í Íþróttamiðstöðina síðar á árinu.

Aukið samstarf innan íþróttahreyfingarinnar
Það eru sannarlega ánægjuleg tímamót að samtökin fari undir eitt þak og mun án nokkurs efa leiða til hagræðis og mögulega betri nýtingu á fjármunum fyrir íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna, einfalda boðleiðir og auka verulega möguleikana á enn frekara samstarfi innan íþróttahreyfingarinnar, samfélaginu til góða.

Myndir með frétt