Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
19

Lýðheilsubæklingur GSÍ

15.08.2022

Golfsamband Íslands (GSÍ) gaf nýverið út lýðheilsubækling þar sem safnað er saman gagnlegum fróðleik um jákvæð áhrif golfiðkunar á forvarnir, heilsueflingu, hreyfingu og geðrækt. 

Í stefnu GSÍ 2020 - 2027 er sett fram það meginmarkmið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara.

GSÍ hefur hvatt golfklúbba í landinu að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess.

Lýðheilsubæklingur GSÍ.

Mynd/GSÍ