Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Gestgjafar Evrópuleikanna 2023

05.10.2022

 

Pólland tók formlega við gestgjafahlutverki þriðju Erópuleikanna í táknrænni athöfn í Ólympíu í Grikklandi 30. september sl. Spyros Capralos, forseti Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), afhenti þar háttsettum fulltrúum frá Krakow og Malopolska, gestgjöfum Evrópuleikanna, fána EOC. Viðstaddir athöfnina voru meðal annarra ráðherrar úr ríkisstjórn Póllands, háttsettir aðilar frá gestgjafahéruðunum, Andrzej Krasnicki forseti Ólympíunefndar Póllands sem einnig á sæti í stjórn EOC, Hasan Arat stjórnarmeðlimur í EOC sem einnig er formaður 3rd European Games Coordination Commission og Marcin Nowak, forseti skipulagsnefndar leikanna 2023.

Við afhendingu á fána EOC voru spiluð lög goðsagnakennda pólska tónskáldsins Frédéric Chopin. Í ræðu forseta Ólympíunefndar Póllands kom meðal annars fram að afhendingin væri söguleg stund fyrir bæði evrópsku og pólsku ólympíuhreyfinguna. Hann sagðist vona að leikarnir yrðu eftirminnilegir fyrir alla þátttakendur.

Leikarnir fara fram í Krakow og Malopolska 21. júní til 2. júlí 2023. Búist er við 8.000 keppendum á þennan stærsta fjölíþróttaviðburð í álfunni og áætlað er að 8.000 sjálfboðaliðar munu starfa við leikana.

Mynd/EOC.

Myndir með frétt