Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
24

Fyrsti Evrópumeistaratitill Íslands í ólympískum lyftingum

24.10.2022

Ísland eignaðist fyrsta Evrópumeistara í ólympískum lyftingum síðastliðinn föstudag þegar Eygló Fanndal Sturludóttir vann -71 kg flokk kvenna á Evrópumeistaramótinu undir 23 ára í Albaníu. Eygló, sem er einungis 21 árs gömul, sigraði í öllum greinum, þ.e. snörun, jafnhendingu og í samanlögðu og bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur.

Eygló heldur nú öllum Íslandsmetum í U20, U23 og Senior í 71 kg og 76 kg flokki kvenna. Einnig heldur hún Norðurlandametum U20 í snörun, bæði í 71 kg og 76 kg flokki.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Lyftingasambands Íslands þá setur árangur Eyglóar í -71 kg flokki kvenna, 217 kg, hana í 16. sæti á heimslista 2022. Sex keppendur á þeim lista eru yngri en Eygló og 9 keppendur eldri. 

Frábær árangur hjá Eygló, sem stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í París árið 2024. Úrtökuferlið fyrir Ólympíuleikana fer fram á 18 mánaða tímabili sem hefst í desember nk. með HM í Kólumbíu og lýkur í apríl 2024.

Hér er tengill á viðtal RÚV við nýkrýndan Evrópumeistara.

Hér er tengill á skemmtilega frétt frá fréttamiðlinum Inside the Games um árangur Eyglóar.

Á heimasíðu LSÍ er einnig að finna skemmtilega samantekt varðandi árangur Eyglóar.

Mynd/LSÍ.