Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Syndum saman í nóvember!

28.10.2022

 

Þriðjudaginn 1. nóvember nk. munu ÍSÍ og Sundsamband Íslands setja Syndum - landsátak í sundi formlega af stað. Átakið mun standa yfir allan nóvembermánuð.

Átakið var sett á laggirnar á sama tíma á síðasta ári og var þátttakan gríðarlega góð. Landsmenn syntu samtals vegalengd sem samsvaraði hvorki meira né minna en 11,6 hringjum í kringum landið!. Markmiðið í ár er að fá enn fleiri til að vera með.

Landsátakið er hluti af verkefninu Íþróttavika Evrópu. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við hreyfingarleysi meðal almennings. 

Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins, www.syndum.is og á Facebook síðu þess. 

Syndum saman í nóvember!