Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

20 ára starfsafmæli!

01.11.2022

 

Í dag, 1. nóvember, á Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ 20 ára starfsafmæli hjá ÍSÍ en það var einmitt árið 2002 sem hann störf á skrifstofunni, þá sem sviðsstjóri Fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍSÍ. Andri var þó búinn að sinna ýmsum verkefnum fyrir ÍSÍ áður en hann fastréð sig hjá sambandinu, þar á meðal við undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna 1997, hönnun mannvirkjavefs o.fl.

Hann hóf daginn á setningu landsátaks ÍSÍ og SSÍ í sundi og síðan tóku annir dagsins við enda í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjóranum. Hann fékk þó fagran söng, glaðning og góðar kveðjur frá stjórn og starfsfólki, enda merkileg tímamót. 

Andri er tiltölulega nýlega sestur í framkvæmdastólinn hjá ÍSÍ þannig að hann er bara rétt að hefja næsta kafla hjá sambandinu. 

ÍSÍ óskar Andra til hamingju með starfsafmælið og áframhaldandi farsældar í störfum fyrir íþróttahreyfinguna í landinu!